05 ágúst, 2004

Sumarfríið

London og England

Dvaldi í London í tvær nætur. Var fyrsta daginn bara að koma mér á hostelið. Fór auðvitað á pöbb og dvaldi þar. Svaf ágætlega.

Tókst svo að hitta félagana og dvaldi daginn með þeim. Fór á British museum og varð fyrir smá menningarsjokki. Fórum á rölt, leitum að KFC handa honum Ella en fundum það ekki, fórum á The pig and Dog og drukkum ale, fórum svo og hittum Russ - Félagan hans Óla.

Dvöldum á uppa pöbb og fundum svo jazztónleika. Snilldar tónleikar. Ég rölti heim frá staðnum, var svona í klukkutíma rölti.

Við leigðum bíl frá Thrifty og keyrðum til hans Styrmirs. Tókum smá krók og kíktum á Stonehenge og Avebury. Snilldar staðir báðir tveir. Vorum síðan smá tíma á leiðinni til Notthinghams en það var bara ágæt ferð. Nokkur væg hjartáföll vegna öfugs vegahelmings, en ekkert sem nokkrar töflur ættu að laga.

Komum síðan til Styrmis klukkan eitt og þar var sest niður í bjór. Styrmir býr bara nokkuð vel, en kvótið "þröngt mega sáttir sitja" á mjög vel við. Ég sofnaði um þrjú leytið en þeir voru að til klukkan sex. Rónar allir saman.

En þetta lítur bara mjög vel út.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli