16 ágúst, 2004

Batman

Batman

Ég horfði á Batman í gær. Fyrstu myndina og satt að segja þá var hún léleg. Það eina sem hélt henni uppi var Jack Nicholson sem jokerinn. Annars var þetta frekar slöpp mynd. Bruce Wayne var bara lúser, batman var stirður og Vicky var hörmuleg sem ástin í myndinni.

Batman er nefnilega svöl teiknimyndahetja. Það er eiginlega þrennt sem er frábært við hann. Hann hefur enga ofurnáttúrulega krafta, hann er þvílíkur testóböggull og ekki hræddur við neitt og hann er hálf geðsjúkur.

Frank Miller hefur gert honum góð skil í sögum eins og Batman: Year one, Dark Knight Strikes again og Dark Knight returns. Kevin Smith kom honum vel til skila í sögunni Quiver, Alan Moore skilar honum ágætlega í Swamp thing.

En síðan koma bíómyndirnar og hvað gerist þá???? Þá taka þeir batman eins og hann var í gömlu sjónvarpsþáttunum. Algert fífl. Segir bara helling af "one liners" og er stirður. Maður verður bara fúll og reiður þegar með horfir á þessar myndir. Sérstaklega hvernig þeir gera Lt. Gordon. Langar samt að sjá Batman Returns.. gæti verið að hún sé öðruvísi...

En síðan er nýja myndina að koma Batman: Begins og það litla sem ég hef lesið af henni lýtur vel út. Leikstjórinn er frábær og leikara liðið er rosalegt. Ég er bæði spenntur og kvíðin við að sjá þessa mynd.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli