24 ágúst, 2004

Eistenskir krakkar

Eistland

Á morgun koma 5 ungmenni frá Eistlandi hingað til þess að taka þátt í skyndihjálparkeppni. Ég, ásamt mörgum öðrum, er búin að vera síðustu daga að sjá til þess að allt muni ganga vel fyrir sig. Það eru í mörg horn að líta þegar maður tekur á móti svona hóp. Sem betur fer er þetta fámennur hópur.

Það má ekki gleyma því að mér líður eins og Rauða krossin hafi eignast alla síðustu viku af minu lífi. Rauða kross búðin, vakt á laugardaginn, fundur í dag, gær, laugardaginn og á morgun. Ég giska á það að eftir viku mun ég hafa svo mikið ógeð á öllu því sem tengist Rauða Krossinum að það hálfa væri nóg.

En þetta gefur víst manni eitthvað. Vonandi eitthvað skemmtilegt.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli