07 ágúst, 2004

Nottingham

Nottingham

Þegar ég skrifa þessar línur er ég frekar þunnur. Við fórum í gær á pöbbarölt (sem byrjaði klukkan tvö) og kíktum á samtals fjóra pöbba. Síðan enduðum við á einum klúbb. Frekar skemmtilegt. En það er margt líkt hérna við djammmeningu Íslands. Strákarnir eru þeim mun grófari að reyna við stelpur (þannig að ég á aldrei neinn séns) en drykkjan og hegðunin er lík. Síðan endaði allt klukkan tvö og þá fóru allir heim. Það er auðvitað ólíkt Íslandi.

En í gær komst ég nánið samneytið við mjög skemmtilega verur. Ég var að flippa eitthvað og stökk í eitthvað beð sem við torgið. Eftir smá rölt þá tók ég eftir þeim þjótandi á milli blómana. Ég rölti um svæðið og tók eftir þeim nokkuð mikið. Síðan hafði einhver skilið eftir franskar og ég fór að reyna lokka þær út. Það tókst bara nokkuð vel. Eftir svona 20 mín þá voru þær búnar að hreinsa franskarnar í burtu. Alger snilld.

Síðan er ég búin að missa sveindóminn. Ég sá eldingar fyrir tveimur dögum. Það byrjaði að rigna frekar mikið og við heyrðum í þrumum. Ég hennti mér í regngallan, var bara í honum og boxer buxum, og rauk út. Eftir gott rölt þá fann ég fínan hól þar sem ég stóð og beið. Eftir smá tíma kom fyrsta eldinginn. Var svona á milli skýja. Þvílíkur kraftur og þvílík sjón. Sá síðan aðra stuttu seinna.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli