26 ágúst, 2004

Eistland frh.

Eistlendingarnir eru komnir

Þeir komu í gær. Seint í gærkvöldi. Ég kom tveimur fyrir hjá foreldrum og systur minni og tók þann þriðja heim til mín. Ég fékk einn dreng sem ég játa fúslega að er ekki mín týpa. Við náum bara ekki saman. Það er svona gjá á milli. Áhugamálin ólík, tónlistarsmekkur allt annar, hann spáir í allt öðrum hlutum en ég og er ekkert að fylgjast með útsýni. Alveg ferlegt. Fín drengur en bara ekki mín týpa.

Ég byrjaði að kenna þeim landnemaspilið og það virtist bara ganga þokkalega. Kláruðum ekki spilið þar sem dagskráinn var að kalla en þetta lítur bara þokkalega út.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli