20 ágúst, 2004

Spilamótsævintýri

Hið frábæra spilamótsævintýri

Ég er búin að búa til mjög gott spilamótsævintýri. Meira að segja er ég búin að stjórna því tvisvar. Annar hópurinn var 3 tíma með ævintýrið en hinn var 6 tíma með það. En það er hægt að teygja þetta ævintýri lengur.

Nota Call of Cthulu: Dark ages kerfið og byggi ævintýrið að hluta til á "shadow over Innsmouth" e. H.P Lovecraft. En aðalinnblásturinn kemur frá íslendingasögum og sögum frá Hornströndum.

Ævintýrið gerist á Hornströndum 1030 á 9.mánuðum. Byrjar á því þegar einn sonur voldugs bónda fer að biðja um hönd konu sem hann er ástfanginn af. Faðir og afi hans fer með honum í þá feigðarför.

Dramatík í hágæðaflokki.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli