10 ágúst, 2004

Heimkoma

Komin Heim

Já ég er komin heim aftur, og með þungu hjarta þá er ég að skrifa þessar línur í vinnunni. Já komin aftur í vinnuna.

Ég skemmti mér gríðarlega vel í fríinu mínu fyrir utan það að mér leiddist á Mývatni. Fallegt svæði en naut þess ekki.

Vegna hvers? Jú ég var einn og fannst það bara ekki gaman. Ég bjóst við því að hitta einhvern sem maður gæti spjallað við. En það bara gerðist ekki. Hitti þýsk pör sem sögðu í sífellu "ja, ja, ja", frönsk hjón með 2 stráka sem töluðu litla Ensku. Þannig að ég naut ekki þess hluta af ferðinni.

Síðan var leiðinlegt að geta ekki upplifað ýmsar hluti með öðru fólki. Það er engin sem var a svæðinu þegar ég sá gosmynd salvadores Dalis eða engin sem sagði "Vaaaááá" með mér þegar ég sá Ásbyrgi í fyrsta skiptið. Það einhvern vegin dró úr gleðinni. Ekki mikið en dró smá úr henni.

Þannig að ég er ekki búin að sjá Öskju ennþá. En það kemur ferðalög eftir þetta ferðalag... vonandi.


Engin ummæli:

Skrifa ummæli