17 desember, 2004

Jungle speed

Stóri dagurinn er runninn upp!

Já ný sending af Jungle speed er loksins komin.

Þetta er búið að vera hrikaleg vika. Bankinn gerði mistök sem var til þess að peningarnir fóru ekki til réttra aðila. Síðan fór sjálf sendingin seint af stað.

Á meðan er ein búð búin að hringja og biðja um spil, penninn er búin að hringja og biðja um fleiri spil, vinir og kunningjar búnir að biðja um nokkur, hefði getað selt nokkur til stúdentakjallarans á miðvikudaginn.

Þetta er búið að vera sorglegt. Síðan má ekki gleyma því að jólin eru eftir viku svo að við erum ekki beint á réttum tíma. Ferlegt.

En maður verður víst að horfa jákvætt á hlutina. kannski verður geggjuð sala á þessu og við losum okkur við sendinguna fyrir jól (efast um það.. en maður má alltaf vona..).


Engin ummæli:

Skrifa ummæli