Sagan af Jungle Speed
Öruglega 3. þáttur
Jæja.. nú er komið að því að rafrausast meira um Jungle Speed (eða frumskógarfár eins og sumir kalla það).
Við keyptum 500 spil frá Frakklandi og settum þau í búðir. Hjá Magna, Nexus, Pennan, Hagkaup og BT. Á einni viku höfum við síðan selt þau öll. Í þessum töluðum orðum er ég með þrjú spil út í bíl og það er allur lagerinn minn.
Það eru þó nokkur spil í umboðssölu en satt að segja þá held ég að það séu engar líkur á því að þau verði skiluð.
Þetta er frábært spil og er að seljast vegna þess. Ekki vegna þess að við erum búnir að eyða þúsundum króna í auglýsingar heldur selur varan sig sjálf.
Sem er auðvitað bara frábært.
Verð með kynningu í Bókabúðinni Hlemmi og í Pennanum Austurstræti í dag. Ég vona að ég komist í skötu til ömmu í kvöld.
******
Bíllinn fór ekki í gang í morgun. Rafhlaðan var dauð.. þurfti að fá start. Hringdi í LSJ og hún senda Íbba sinn. Skil ekki fólk sem vill standa í þessu endalausa veseni.
Var svo stressaður þegar ég var að fara sofa að ég gat ekki sofnað.. Hugurinn fór út um allt... jungle speed, íbúðin mín, jólin, jólgjafirnar, jakkaföt?, herbergisfélaginn, Hallur, spilerí, Axis and allies.. you get the picture. Ég vildi fara að sofa þannig að ég prófaði joga hugleiðsla. Hugsaði um andardráttinn og spennti upp allan líkamann.. virkaði 100%. eftir 10 mín af þessu þá sofnaði ég.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli