13 desember, 2004

Ýmislegt.

Hitt og þetta

Er að læra undir próf sem er á morgun. Tek mér frí eftir hádegi og ætla að lesa. Búin að frumlesa flest allt efnið og ætla að klára það sem ég á eftir. Mun síðan auðvitað taka þetta próf í nefið.

****

Tók mér smá frí á próflestrinum í gær og horfði á The living daylights. Fannst hún bara ágæt. Það var heil brú í söguþræðinum. Timothy Dalton stóð sig bara nokkuð vel. Augljóslega hefur hann reynt að ljá James Bond tilfinningum. James Bond var pirraður og á köflum var hann reiður. Eini gallinn við myndina voru vondu kallarnir. Þeir voru bara frekar flatir og lásí. Plottið var líka ekki heimsendaplott. Var bara um eitthvað dóp. Gráðugir menn sem vildu ná sér í smá pening. Þegar ég horfi á þessa mynd þá finnst mér hálf sorglegt að Timothy hafi bara leikið í tveimur myndum. Það hefði verið flott að sjá hann í fleirum.

****

Búin að bæta við jólagjafalistann. Er bara búin að telja upp bækur. En satt að segja þá langar mig bara í þær....

Engin ummæli:

Skrifa ummæli