02 desember, 2004

Bíll?

Aksjón...

Það er svo margt að gerast að það hálfa væri nóg..

Jungle speed er að ganga vel.. og það var margt sem kom upp á sem við höfðum lítið spáð í. En erum að uppgvöta núna. Að hrökkva eða stökkva.. það er spurninginn.

Fólk er almennt mjög hrifið af spilinu og ég hef ekki hitt neinn ennþá sem hefur sagt að sér leiðist spilið.

Er meira að segja að spá að leigja mér bíl.. eða jafnvel kaupa svo að ég geti snattast vegna spilsins. En er það þess virði?

L-12.. þarf að fara klára hana. Á eftir að gera smá hluti í henni. Hengja upp ljós og setja upp hillur, hef bara ekki gefið mér tíma til að sinna því.

Ákveðin verkefni innan Rauða Krossins sem mig langar að klára (eða byrja á).

og síðan er próf þann 14.desember sem ég þarf víst að læra fyrir... aaahhh.. 12 dagar í það..

Og B.A ritgerðin.

Ég spyr ykkur.. er þetta nokkuð of mikið?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli