01 desember, 2004

Jungle Speed!! og smá um Sin City


Jæja nú er tækifæri til að kynnast Jungle Speed. Fann meira að segja góða heimasíðu um þetta spil.
Klukkan 21:30 á stúdentakjallaranum. Og ekki væri vitlaust að mæta klukkan 20:00 og taka þátt í Rösquis.. sem er einhverskonar barspurningaleikur.


***** (ég vil ekki hafa ### þar sem annar notar það)


Ég fann í gær smá clip frá Sin City sem var sýnt á einhverri teiknimyndahátíð í BNA. 24 mb.. þarf að fá mér meiri niðurhal.
En það var þess virði.. sjit hvað þetta var flott. 6 mínútna myndbrot þar sem flestar persónurnar sjást. Miho (flott), Dwight (sem ég er soldið hræddur við), Marv (kikknaði í hnjáliðunum), Hartigan (sást ekki mikið), Gil (eins og hún átti að vera), Nancy (flott stelpa.. gerir ekki mikið annað í teiknimyndasögunni), Junior/yellow bastard (Vaaaáááá... flott gervi).
en myndbrotið er lítil saga þar sem er tekið ákveðin smásaga sem heitir "The dame in Red".. ef mig minnir rétt. Og ef það gefur ekki tóninn fyrir myndina.. þá veit ég ekki hvað.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli