08 desember, 2004

Half Life 2

Half Life 2

Dýrasti tölvuleikur sem einhver hefur keypt.. til þess að geta spilað hann þá þurfti ég að kaupa mér nýja tölvu. Ég lét vera af því í fyrra dag og var að leika mér í honum í gær. Rosalegur leikur.

er ennþá í hlutanum sem ég spilaði heima hjá GEB. En er með þetta stillt í hard núna og það er talsvert erfiðara.

Ég lék mér talsvert í half life á sínum tíma. Kláraði leikin og skemmti mér konunglega. Þessi lýtur út fyrir að vera jafn mikil skemmtun. Það er samt eitt við hann sem ég hef takið eftir. AI er ekki eins gott eins og í fyrri leiknum.. jú þeir stökkva á bakvið hluti o.s.frv. en löggurnar nota ekki handsprengjur sem mér finnst soldið slappt.

Það eru samt búið að vera ægilegar bardagasenur. Ég að hlaupa undan þyrlu með 6 löggur að skjóta mann og 3-4 manhacks að reyna sneiða mann í sneiðar (oft tekst þeim að).

Leikurinn er ótrúlega flottur og að þessi fítus að geta notað alla hluti í kringum sig er rosalega skemmtilegur. Hann markar tímamót þessi leikur.

**********

Jungle Speed í Stúdentakjallaranum í kvöld. Allir velkomnir. Hugsa að ég taki með mér extension í kvöld til þess að krydda tilveruna.


Engin ummæli:

Skrifa ummæli