Bond, James Bond
Ég horfði með öðru auganu á a view to a kill í gær á Skjá einum. Þegar ég var yngri þá dýrkaði ég james bond. Dreymdi um að taka þátt í þessu skotbardögum á furðulegum stöðu og snúa á þessa rosalegu vondu kalla sem voru óvinir hans.
Í dag þá horfi ég á myndirnar og velti því fyrir mér hvort að þær hafi verið svona lélegar í denn? Hvort að einhver brjálaður vondur maður hafi ekki tekið þær og breytt þeim í millitíðinni. Mig minnir að síðasta mynd Roger Moore hafi verið frekar slöpp.. en þessi mynd var hræðileg. Leikurinn, handritið, plottið, bardagasenurnar, vondikallinn... alveg sama hvar maður drepur niður í þessari mynd.... það er lélegt.
Og þetta er ekki einu sinni James Bond mynd. Hvað myndi James Bond gera ef rosalega sexí gella myndi vilja sofa hjá honum? Hann myndi auðvitað vippa sér í bólið og helst taka vinkonu hennar með. En í þessari mynd þá býr hann um hana og breiðir yfir hana og slekkur síðan ljósin.. vantaði bara "góða nótt elskan".
Ég ætla að forðast það að horfa á myndina Octopussy.. sem mér fannst BESTA James Bond mynd EVER.
Held að ég lifi með minninguna.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli