29 desember, 2004

Arnaldur Indriðason

Arnaldur Indriðason

Eftir að ég hafði lagt frá mér bókina eftir Braga þá var stefnan tekin á Kleifarvatn e. Arnald. Eftir nokkra mínútna lestur þá var ég gripin.

Íslenskar glæpasögur.. hnuss það er nú meira bullið.. ég hugsa að margir hugsa svona. En ef fólkið sem hugsar svona en les samt glæpasögur en bara ekki frá Íslandi. Þá mæli ég með því að það fólk brjóti odd af oflæti sínu og lesi eina af hans sögum. Hann segir góðar sögur með fínni fléttu og vel sköpuðum persónum. Flestar af hans sögum (fyrir utan Napoleon skjölin og Synir duftsins) eru sögur sem maður getur ímyndað sér að geti átt sér stað í íslenskum raunveruleika. Flest morðin í sögunum eru framkvæmd að illa yfirlögðu ráði, í heift og reiði. Síðan er reynt að hylma yfir glæpinn.

Lesa Mýrina eða Grafarþögn. Dauða Rósir og Napóleon skjölin eru líka mjög góðar. Röddin og Bettý er svona í meðallagi en synir duftsins er frekar slöpp (líka hans fyrsta bók). En mæli hiklaust með að fólk kíki á bækur kallsins og ef einhver þarna úti sem hefur ekki ættingja eða vini til að lána sér bók þá get ég lánað einhverja bók (þó að það vanti Napóleon skjölin í safnið.. hver er með hana í láni???).

Ég er ekki enn búin með kleifarvatn en hún er mjög grípandi og áhugaverð. Stíllin er í áttina að grafarþögn þar sem tvær sögur eru sagðar samtímis. Ein úr fortíðinni og síðan söguna af Erlendi og félögum að rannsaka málið.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli