Árásin á Possion
"Galdramaðurinn er búin að drepa Gerard og hans undirmenn" segir hermaðurinn másandi og blásandi, hann hafði hlaupið þvert í gegnum bæinn til að segja fréttirnar. "Andskotans fífl, ég trúi þessu ekki" segir generallinn á milli samanbitna tannanna. Hann lítur á undirmann sinn, Antonio, og biður hann um að safna mönnunum saman. Herförin "árásin á hjartað" á að hefjast þegar í stað.
Hann átti ekki skilið að deyja svona. Myrtur í rúminu sínu. Hann var snilldar samningsmaður með gott vit á fólki. En hann hafði misreiknað sig, og borgað fyrir það með lífinu sínu. Gerard... Gerard.... ég var búin að segja þér að vinna ekki með þessum manni. Þótt að það hefði kostað þjáningu fyrir bæjarbúa og stríð á götum. Hann mun ekki dirfast sagðir þú alltaf. Hann mun láta okkur í té þær eignir sem við þurfum án alls ofbeldis. Djöfulsins fífl að treysta honum svona. Núna þurfum við að hreinsa upp skítinn. Reyna losa okkur við þetta svarta hjarta.
Þeir byrjuðu að ráðast á höfuðstöðvar gildisins, bundu þá niður sem voru vinnumenn en drápu yfirmennina. Eftir smá tíma kom í ljós að menn Gerards voru komnir í felur og voru að forðast þá. Þá byrjuðu þeir að óttast. Þeir settu herlög á bæinn, útgöngubann.
Baldur stökk niður í ræsið. "Djöfulsins rugl er þetta, alltaf fáum við skítverkin" segir hann við félaga sinn Vilhjálm. Vilhjálmur leit á hann og seig niður á botninn. Vatnið, ef vatn skyldi kalla náði þeim upp að ökklum og þeir þurftu að labba hnúptir út af loft hæðinni. "hvað heldur Generallinn að við finnum hér? Her af risarottum?" "Hættu þessu kveini Baldur, það hjálpar okkur ekkert. Við fylgjum skipunum, það er okkar hlutverk" Baldur ullar á hann en segir ekki neitt. Þeir labba áfram í þögn. Sjá síðan ljós framundan. Þeir þurftu sjálfir ekki ljós, generallin hafði gert eitthvað við þá svo þeir þurftu ekki ljós. Þeir gengur rólega áfram í áttina að ljósinu. Eftir smá stund sáu þeir 15 vopnaða menn sem biðu átekta. Þeir ætluðu að snúa við þegar þeir heyrðu einhvern koma aftan að sér. Þeir gripu til vopna og sneru við. Sáu hermann ganga eftir göngunum í áttina að þeim. Þeir sáu hvorn annan. Baldur og Vilhjálmur réðust á hann og stungu hann með stuttsverðunum. En honum tókst að viðvara hina. Baldur slapp við illan leik úr ræsinu með þau skilaboð að það væri vel þjálfaður her þar niðri.
"hvað eigum við að gera, Antonio?" Spurði generallin undirmann sinn. Það var frekar undarlegt samband á milli þeirra þar sem Antoniu var mun betri bardagamaður heldur en generállin og var eiginlega herstjórnandinn í liðinu. Generallin virtist láta mikla ábyrgð í hendurnar á Antonio og byggja sína stjórnun á ráðleggingum hans. "Það verður gerð árás á okkur, þeir eru búnir að fá mennina hans Gerards með sér í lið og eru með her í ræsinu. Þeir eru algerlega grafnir niður þar og stjórna því svæði algjörlega. Ég held að við ættum að brenna bæinn. Þetta hlýtur að vera her á leiðinni. Hvaðan hann kemur veit ég ekki. En þessir menn eru ekki einir". "Brenna bæinn? Er það nú ekki frekar gróft? Getum við ekki tekið kastalann og varist þar?" "nei, það eru litlar sem engar vistir þar og þar er auðvelt að brjótast inn. Brennum hann og berjumst við þá í götum bæjarins. Við erum vel þjálfaðir til þess að gera það. Og kannski getum við hrakið þá á flótta og búist til varnar gagnvart þessum her sem er á leiðinni". "Já höfum það þannig, berjumst"
Þeir byrjuðu að kveikja í nokkrum gildahúsum. En mennirnir í ræsunum komur rjúkandi út til varnar húsanna. Bardagar voru harðir og snarpir, menn börðust í þröngum götum, inn í húsum, alls staðar voru menn með boga að skjóta á allt sem hreyfðist.
"Generall, þetta er ekki að ganga hjá okkur" Segir Antoniu þar sem þeir eru báðir við bryggjuna, Generallin er að stumra yfir einum af sínum mönnum að setja sárabindi á sár sem er gróa. "hvað meinar þú, Antoniu?" "Við ráðum við hermennina þeirra, þrátt fyrir að menn Gerards eru búnir að ganga í lið með þeim. En þeir eru með eitthvað fleira. Það eru skrímsli á meðal þeirra sem vaða í gegnum menn mína eins og tuskubrúður. Þeir eru líka með öflugan galdramann sem er búin að taka yfir kastalann. Við erum búnir að tapa." "Þá bökkum við í höfnina og bíðum eftir hvíta fánanum" "Ég held að að þessir menn séu verri en belgurinn" "Verri en Belly of the wolf? Þú veist ekkert um hvernig þeir eru, Antonio. Það er ekkert verra en þeir, við semjum bara um að ganga burt héðan" "Ekkert mál herra. En þú lofar mér að ef eitthvað fer úrskeiðis þá flýrð þú! Ég veit að þú getur gert það og ekkert múður" "Sonur..." Antoniu grípur fram í honum "Ekkert rugl Generall, þú gerir það!"
Hann steig upp úr jörðinni um 400 metra fyrir utan borgina, í fjöruborðinu. Hann settist á stein, og skvetti köldum sjónum í andlitið á sér. Þvoði blóðið í burtu. Hann leit á nýja örið á líkamanum sínum. Þar sem þessi Raul hafði rekið hann í gegn. Lífsbjörgunin hans. Hann var svo upptekin við að drepa fólkið í kringum að hann spáði ekki í því þegar hann slapp. Þeir sviku hann, myrtu mennina hans, drepið besta vina hans sem var líka sonur hans. Hann flúði. Hljóp í burtu, þegar hann vissi að það var engin leið út. Heyrði mennina hann deyja í gengum jörðina. Hann vissi að þessi öskur myndu fylgja honum til dauðadags.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli