Samstarfsfólk
Ég er byrjaður aftur í H.Í, eins og flestir vita, og það er búin að vera hörkugaman. En ég er í tveimur hópum. Einum þriggja manna og síðan er ég að byrja í samstarfi við annan.
Í þessum þriggja manna hóp er einn veikur hlekkur, af þessum fjórum fundum sem við erum búin að hafa hefur hann mætt á tvo og á annan fundinn mæti hann drukkinn. Á hinum tveimur hef hann komið með afsakanir og lofað betrun. En ekkert komið frá honum enn.
Í hinu samstarfinu, sem er eiginlega ekki byrjað, þá sagði hann við mig "ég sendi á þig tölvupóst á eftir"... og auðvitað er ekkert komið. Ég er búin að senda honum línu og sms en ekkert komið frá honum enn.
Fúlt.....
Síðan er símareikningurinn minn allt of hár. Fara hætta hringja. Bölvað bull.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli