Bækur
Já ég mætti kannski kalla bloggið mitt "bók vikunnar". En já... ég var að lesa snilldar bók! Eruð þið búin að sjá myndina L.A. Confidental? Ef ekki þá ráðlegg ég ykkur að horfa á þá mynd! Þetta er ein af mínum uppáhalds myndum, skemmtilegar persónur, frábær flétta og spennadi söguþráður.
Ég fékk mér bókina um daginn og las hana á tveimur dögum! Auðvitað er bókin mun betri en myndinn og ég er mjög ánægður að hafa séð myndina áður en ég las bókina. Í myndinn er oft fléttaðar nokkrar persónur, sem voru í bókinn, saman. Það kemur stundum mjög skemmtilega út og ég hafði mjög gaman að horfa á myndina eftir að ég var búin að lesa bókina. Sjá hvernig þeir nýttu ýmsar persónur í myndmáli.
En ég mæli með bókinni og myndinni!
Síðan má ekki gleyma því að ég ætla að skella mér á Matrix Reloded á föstudaginn! Hlakka mjög mikið til þess að sjá hana. Klukkan níu í Háskólabíó ef einhver langar til þess að skella sér með mér!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli