11 apríl, 2005

Kvikmyndahátíðin

Kvikmyndahátíðin (RANT)

Nú er ég frekar pirraður. Er búin að vera frekar fúll í dag. Eitthvað dapur.

En núna er ég að verða reiður og fúll. Er líka búin að finna einhvern til að sparka í.

Kvikmyndahátíðna sem er byrjuð. Ég var mjög spenntur yfir þessari kvikmyndahátíð. Hlakkaði til að skella mér á hana.

Síðan komu fyrstu vonbrigðin - Það var búið að auglýsa myndina Taegukgi hwinalrimyeo en síðan fann ég hana ekki á síðunni þeirra nema í auglýsingu þar sem er sagt frá að ellefu titlar eru staðfestir. Ég hringdi í þá og þeir sögðu að þessi mynd væri ekki sýnd. Ég kíkti betur á þessa auglýsingu og fann þar aðra mynd sem verður ekki sýnd á sýningunni. En ohh well...

Síðan komu vonbrigði nr. 2 - Passarnir eru uppseldir. Það voru prentaðir 500 passar.. 500???? hvaða rugl er það? Ef við búumst við því að það verði góð mæting á þessa hátíð þá er augljóst að 500 passar duga skammt. Og þá er verðið 800 krónur.. WTF???

Vonbrigði nr. 3 - Passarnir eru bara fyrir handhafa... þannig að maður getur ekki boðið vini sínum með sér.

Ég er búin að senda þeim tölvupóst með spurningum í sambandi við passana en auðvitað eru þeir ekki búnir að svara. Mun senda annan á morgun.

En þetta þýðir að ég þarf að endurskoða sýningarnar sem ég ætlaði að skella mér á. Ætlaði að fara á (woodsman, Uber goober, house of daggers, downfall, melindu, mean creek, What the bleep do we know, Ranarna, Motorcycle diaries, Darkness, Hole in my heart, Shake hands with the devil, hotel rawanda, Beutiful boxer) ég taldi upp 15 myndir.. sem þýðir að án passa þá verð ég að borga 12 þús kall fyrir að fara á þær.. og núna tel ég ekki með popp eða ef ég myndi bjóða einhverjum.

URRRRR.......

Engin ummæli:

Skrifa ummæli