14 apríl, 2005

Kaffi

Kaffi...

Ég fattaði áðan að mig langaði að prófa nýju kaffivélina sem er í vinnunni. Ég var að fá mér te og horfði á þessa vél. Það er komin ný kaffivél í vinnuna og hún notar baunir. Ég prófaði að finna lyktina af baununum og hún var mjög góð. Ég fékk löngun til að fá mér kaffi.

Sem er ekki nógu gott. Af hverju að fá sér kaffi þegar maður hefur komist af án þess í mörg ár. Það er óhollt.

Ætti ég að prófa að setja í einn bolla?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli