04 ágúst, 2003

Upplifun

Þessi helgi mun hanga í minningunni mjög lengi. Ég skrap út á land og tók þátt í útihátíð í smábæ. Þarna dvaldi ég með fólki sem ólst uppi á svæðinu og sumir sem bjuggu ennþá þar. Þetta var helgi þar sem ég kynntist menningarheimi sem ég hef lesið um, heyrt talað um en aldrei kynnst sjálfur.

Það mætti segja að ég hafi fengið menningarsjokk sem er mjög skemmtileg tilhugsun þar sem þetta er hluti af landinu mínu og maður mundi ætla að þetta er ekki svo fjarlægt manni eins og ég upplifði það. Ég uppgvötaði nýja vídd á fólki, nýja hugsun, ný viðhorf. Margt sem ég upplifði sem kom mér á óvart.

Ég hef alltaf búið í Reykjavík, sem kannski skýrir afhverju ég fékk sjokk. Aldrei haft lögheimili fyrir utan borgarmarkana, en dvaldi sem drengur eitt sumar á Ísafirði (sem var mjög ánægjulegur tími).

Ég hlustaði á margar samræður, tók sjaldnast þátt í þeim þar sem ég hafði mjög lítið eitthvað til málana að leggja og vegna viðvarana hjá sumum aðilum þá sagði ég ekki neitt við sumu þótt að ég hafði skoðun á þeim málum. Ég fylgdist grant með umhverfi og fólki, kannski ekki nöfnum á stöðum og fólki, heldur hvernig fólk talaði, hvaða skoðanir fólkið hafði osfrv.

Ég held að ég hefði gott að því að flytja út á land og búa þar í eitt ár. Bara til þess að upplifa þessa menningu og þennan veruleika sem Höfuðborgarsvæðið virðist sneytt af.

Reynslunni ríkari

Engin ummæli:

Skrifa ummæli