11 ágúst, 2003

Draumar

Nú ætla ég að byrja að hugsa alvarlega um að byrja að taka aftur pillurnar mínar. Þetta gengur ekki lengur!

Í nótt þá slóg ég mig út í viðbjóði og ógeðslegheitum. Ég fékk smá martröð í nótt, sem gerist svona stundum og stundum.

Í þessum draumi var ég ekki gerandi, ég skaut ekki neinn, eða var að horfa á einhvern vera pyntan til dauða... ekki neitt svoleiðis. Í þetta skiptið var ég fórnarlamb. Svona dæmigerð martröð.

Hún fjallaði um að hópur af fólki var búið að hneppa annað fólk í hálfgert fangelsi (ég var einn af þeim í fangelsinu). Síðan voru settar alls konar gildrur fyrir fólkið til þess að fjarlæga það (svona eins og í myndinni the Cube). Þetta var samt ólíkt þar sem fólkið var inní húsi. Síðan var reynt að stía okkur í sundur og stundum var einhver drepin og stundum bara hvarf einstaklingurinn.

Allir virtust hafa einhvern sérhæfileika sem átti að hjálpa hópnum, einn var rosalega góður í græjum osfrv. Ég var oftast maðurinn sem öskraði og hjúkraði þeim sem voru að deyja.

Þetta var svona dæmigerð martröð fyrir utan að einn maður sem var í "vonda" liðinu. Hann reyndi að ná fólki lifandi og gera allskonar viðbjóðslega hluti við það og síðan skilaði hann fólkinu aftur. Þessi maður var hunsaður af hinu vonda fólkinu sem notaði oftast fínlega aðferðir við að hræða fólkið. Svo að hann var einhvers konar einfari meðal hópsins. Algert rándýr. Þar sem það er möguleiki að börn lesi þetta þá ætla ég ekki að fara í nein smáatriðið í hvað hann gerði.

En ég vaknaði í miklu svitakófi þegar við vorum bara fimm eftir og inn í herbergi þar sem bara ein hurð var í. Fyrir ofan hurðina var gluggi og þar var spegill svo að ég sá hver var fyrir utan hurðina. Tvö voru að gera eitthvað í sambandi við tölvur og eftirlitskerfi á meðan ég beið með hinum tveim (sem höfðu lent í maninum og voru hvorki fær um að tala nér hreyfa sig) og horði á hurðina. Síðan sá ég hann koma að hurðinni og hann leit upp í spegilinn, var með hornspangargleraugu, stutt brúnt hár, svona meðalmaður. hann glotti og ég byrjaði að öskra á hina og hann henti inn um gluggan sprengju með svefn gasi.

Síðasta sem ég sá áður en ég "sofnaði" (vaknaði) var að hann var kominn inn í herbergið.

Vaknaði með andfælum og var í einn tíma að róa mig niður til þess að sofna aftur.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli