Fordómar... eða hvað?
Ég lít á mig sem tiltörulega fordómalausann einstakling. En eins og allir vita þá eru allir með fordóma. En mikilvæga spurningin er sú hvort að þeir fordómar hafi áhrif á hvernig þú hegðar þér gagnvart öðru fólki og hvort að maður sé tilbúin að skoða sína fordóma og jafnvel breyta þeim eða eyða.
Ég var staddur í strætó í dag og sá þar nokkuð frægan mann. Þetta var aðili sem kom fram í myndinni Hlemmur og lísti því yfir að hann mundi vilja finna sér konu af asískum uppruna og svo stuttu seinna lísti hann því yfir að hann studdi Nasisma.
Ég sá hann í strætó og með honum í för var ung kona af asískum uppruna og þau voru með barnavagn með sér, með ungabarni. Ég sá ekki hvort að þetta var kærastan hans eða bara vinkona hans. En auðvitað fór hugsarninar mínar í gang...
"ætli hann sé búin að ná sér í eina?" "Er hann strax búin að eignast barn?" "ætli hann hafi keypt hana?" "Hvað er hún að spá í að vera með svona gömlum kalli" osfrv.
Þetta eru auðvitað púra fordómar. Ég veit ekkert um þennan mann og hvað þá þessa konu. Þau gætu alveg verið ástfanginn upp fyrir haus. Alveg kynnst á "eðlilegan" máta. En hvernig fór hann að þessu? Fór hann til Tælands og náði sér í hana þar? Var einhver póstlisti sem hann fór í? Er einhver sérstakur einkamáladálkur sem hann kíkti í eða hún?
Það er hægt að horfa á þetta sem einhverskonar þrældóm. Þær eru að leita að betra lífi og finna það hér á Íslandi. Hér er hærri laun, betra líf, fleiri möguleikar og eina sem þær þurfa að gera er að gifta sig og vera gift í sjö ár (held ég) og svo skilja við kallinn. Sjö ár og síðan geta þær valið þær sem þær vilja. Geta fengið fjölskylduna sína hingað. En sjö ár, og mér leyfist að efast um að þær skilja við hann ef hann beitir hana andlega eða líkamlegu ofbeldi.
Það væri nú gaman ef einhver mundi kanna þessi mál til hlýtar... svo þessir fordómar fengu að hverfa.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli