Hernaður
Spáið í því.... stærsti iðnaður sem er í gagni í heiminum í dag er hergagnaiðnaður, mestum peningunum er eytt í hernað. Við lifum ennþá á 21. öld og samt er hent mörg hundruð miljörðum í að þróa, betrumbæta, og kaupa vopn og verjur. Ótrúlegt!
Afhverju ætli það sé?
Þurfum við á þessu að halda? Þurfa jarðarbúar á her að halda?
Það virðast sumir halda og nefna að án hers þá erum við varnalaus. Varnarlaus gangvart hverjum? Okkur sjálfum! Við erum með her til þess að verja okkur gegn okkur sjálfum! Sjit mar. En sú bilun.
Jarðarbúar eru ótrúlega frumstæðir. En maður skilur þetta svo sem, ekki vill maður vera tekin í görn vegna þess að maður vildi ekki verja sig. Ekki getum við treyst Kína, þeir mundu öruglega valta yfir okkur alveg eins og þeir gerðu við Tíbet, ef við mundum vera varnarlaus.
Já með vopnum og ofbeldi þá nær einhver tökum á öðru.
En síðan er stundum nefnt að mesta þróunarskrefin hafi gerst í styrjöldum. Það er alveg rétt. Ef einhver ógnar öryggi þínu þá geriru allt til þess að verjast. Það er líf okkar að veði. Auðvitað verjumst við! Ef barnið okkar er með sjúkdóm þá reynum við að finna lækni sem getur læknað hann, eða jafnvel fundið lækningu sjálf (eins og sumir hafa gert), ef snjóflóð fellur á bæ þá reynum við að koma í veg fyrir að það komi fyrir aftur, einhver bilaður kall kemur með nokkur þúsund skriðdreka inní land þá stökkvum við til og finnum eitthvað sem stoppar hann.
Osfrv. Þróunin gerðist kannski hraðar útaf þessum átökum... en var það þess virði?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli