14 september, 2008

Próf

Á morgun milli 18 og 22 mun ég þurfa að taka heimapróf í stefnumiðaðri stjórnun. Á að lesa 3 kafla í bókinni "What is stragety - and does it matter?" og síðan 7 kafla í leshefti sem við fengum í byrjun námskeiðsins.

Ég er búinn að lesa allt nema einn kafla og las líka alla bókina hans Whittingtons. Ég vissi nefnilega ekki hvað átti að lesa fyrir próf. Ég get nú ekki sagt að ég sé mjög stressaður fyrir þetta próf en maður verður nú samt að standa sig vel. Ætla þess vegna að lesa yfir þetta námsefni í kvöld.

Er samt ekki með eirð í mér til þess að lesa. Langar að gera eitthvað annað, knúsa konuna, fara í bíó, spila RPG eða borðspil. Þið vitið, þessi tilfinning sem maður fær þegar maður á að vera að lesa undir próf. Núna til dæmis er ég að rafrausast í stað þess að lesa sem er auðvitað fullkomin sóun á tíma. Ég á líka eftir að fara í bað.. nú til þess að lesa í baðinu.. og síðan borða og spjalla smá við R-ið (ef hann fæst til að spjalla). Þannig að það er næg tækifæri til að þumla sig og lesa lítið.

En er einhver ástæða til að óttast? Nei það held ég ekki. Er búinn að lesa helling og hef fylgst með í tímum. Er líka með ágætan skilning á efninu og er með einstakar gáfur sem hafa leyft mér að fljóta í gegnum margt.

En já.. nóg af röfli. Best að fara og skella vatn í baðið og þvo þvottinn og taka til af skrifborðinu.. síðan þarf ég eiginlega að fara skipta um rúmföt.. og huga að snarli..

Engin ummæli:

Skrifa ummæli