12 september, 2008

Síminn týndur

Síminn minn er villtur. Af einhverjum orsökum þá er hann ekki á sínum stað við sem veldur eigenda hans miklum leiðindum. Ekki er vitað nákvæmlega hvað eða hvenær síminn villtist en það var ákveðið augnablik þar sem eigandinn uppgötvaði að síminn væri ekki á sínum stað. En þrátt fyrir það hefur hann ekki komist í leitirnar.

Það gengur alveg að hringja í símann en þrátt fyrir það þá hefur enginn svarað. Hvað mun gerast? Verður síminn talinn týndur og keyptur er annar? Eflaust á endanum. En eigandinn er bara ekki sáttur við að hann skuli ekki finnast. Ekki búinn að hafa hann hjá sér í ár.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli