09 september, 2008

Læknafóbía eða sinnuleysi?

Ég horfði á tánna mína eftir matinn og blótaði henni. Heyrðist þá í herbergisfélaganum "þú ert búinn að vera kvarta yfir þessu í 9 mánuði, gerðu eitthvað í þessu".

Eflaust er það rétt hjá honum. Í 9 mánuði hef ég þjáðst af naglasvepp og nú eru neglurnar á tánum orðnar frekar ógeðslegar. Það ógeðslegar að það hefur ekki verið minnst á tánudd og hvað þá að tærnar hafa verið sleiktar hjá betri helmingnum. 

En hvað er málið?

Nú er ég líka með bólgna hálseitla. Sem gerist með reglulegu millibili. Og ég er líka búinn að vera kvarta undan því lengi. Miðað við sögu mína þá held ég að það ætti að fjarlægja þá hið snarasta. En ég geri ekkert í því. Nenni því ekki. Stend ekki í því. Þetta er ekki svo slæmt.... ég er oftast í sokkum og hálsinn er lagi 3 vikur í mánuðinum. Maður fer ekkert að gera vesen úr svona hlutum.

En þetta er ferkar mikið rugl. Maður verður að fara gera eitthvað í þessu.

Kannski þegar ég tala næst um þetta þá verð ég búinn að panta tíma eða eitthvað álíka.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli