Nú er ég að skrifa 16 póstinn minn í september. Fyrr á þessu ári skrifaði ég 12 pósta samtals. Ég eyði núna talsverðum tíma fyrir framan tölvuna að gera ýmsa hluti. Ég er að flakka, glíma, blogga, lesa blogg, fikta í myndum og margt fleira.
Auðvitað er hún Bella Machintosh stór hluti af þessu. Yndisleg tölva í alla staði og ég verð að játa að ég fíla apple viðmótið. Langar núna í bluetooth mús en ég hef lesið að músin sem Apple selur hefur galla sem er al talaður um veraldarvefinn (núna væri gott að koma með helling af linkum til þess að útskýra fyrir ykkur hvað ég á við.. ég bara nenni því ekki).
En hin ástæðan er einfaldlega sú að ég er með miklu meiri orku. Sumarið gaf mér helling af orku og nú er veturinn byrjaður og ég má ekkert slaka á. Ég er í fullri ábyrgð í vinnunni og er í skóla (sem kostar gommu af peningum). Maður getur þá ekki leyft sér að slaka á. Þar sem ég má ekki slaka á þá er ég á fullu alsstaðar. Les enn bækur, þrátt fyrir skólabækurnar, blogga enn mikið, les bloggin sem ég hef ekki sinnt í langan tíma.
Þannig að hegðun mín er einhvern veginn kröftugri núna heldur en síðastliðin vetur. Vonandi heldur það sér svoleiðis áfram.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli