22 september, 2008

Nýtt á interneti

Ég er aðeins búinn að dreifa úr mér á internetinu. Er byrjaður að nota Google reader (rss forrit) og mæli með því að flestir opni fyrir RSS fítus á blogginu sínu. Þeir sem segja að ég sé svolítið seinn í þessu.. þá er ég ögn sammála.

Er kominn inn á Fésbókina og er nokkuð sammála að þetta sé snilld. En þetta er nokkuð skemmtilegt með nútíman og internetið.. allt í einu er komin aðferð til að halda sambandi við einhverja sem maður ætti að vera löngu búinn að missa allt samband við. Fólk sem maður ætti kannski að kinka kolli til þegar maður hittist á laugaveginum. En nú er hægt að tala við það, senda því allskonar vitleysu og fleira. Merkilegur skítur. En auðvitað mun þetta varla miklu breyta. Við munum halda áfram að hugsa um hluti til að segja, en segja þá svo síðan ekki. Hugsa um hvað það væri gaman að vera í sambandi við ákveðin aðila en síðan líða dagarnir og hugsunin verður bara það.. hugsun.

En kannski mun það breytast, ég veit ekki.

Fésbók adressan er FÉSBÓK JENSA

Engin ummæli:

Skrifa ummæli