25 september, 2008

Viltu fá huggun?

Heilræði

Viltu fá huggun? Þessi setning er mikið notuð hjá mér, alveg síðan ég uppgötvaði hana. Hún er mjög einföld í notkun en minnkar gríðarlega spennuna og röfl. Maður notar hana þegar einhver meiðir sig. Aðallega þegar einhver kemur til mans grátandi. Maður horfir á barnið og spyr "viltu fá huggun?" barnið kinnkar kolli og maður gefur því gott, mjúkt og yndislegt faðmlag. Barnið hættir að gráta í flestum tilfellum og fer síðan að leika sér.

Ef barnið segir "hann/hún meiddi/ýtti/hrinti mér" þá segir maður bara á móti "já er það, þá skaltu segja honum/henni að þú vilt ekki láta meiða/ýta/hrinda þér" og þá stekkur barnið af stað og segir við hitt barnið "HÆTTU" og oftast er málið búið þegar sú setning er komin í loftið.

Ef barnið hættir ekki að gráta strax við faðmlagið þá skoðar þú barnið. Athugar hvort að það sé einhver sár á því eða hvort einhver bólga byrjar að myndast. Þá getur maður farið í "hvað gerðist" spurningaleikinn.

En með þessari aðferð þá er hægt að sleppa við "hvað gerðist og hver gerði hvað" spurningaleikinn.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli