17 september, 2008

Kenninafnabreytingin

Já þetta er ekkert grín. Ég er búinn að breyta nafninu mínu í Jens Ívar Jóhönnuson Albertsson. Ástæðan er einföld.

Fyrir nokkrum árum síðan var ég að spá í barneignir, hvað ég myndi skíra barnið mitt þegar/ef ég myndi eignast það/þau. Eitt af því fyrsta sem ég spáði í var kenninafnið Jensson (fannst og finnst það enn svolítið halló). Hún Eva sys á dóttir sem heitir Evudóttir. Ég hugsaði hvers vegna það væri bara faðirinn sem ætti að fá kenninafn. Hugsaði að þetta væri nú bara af gamla karlavaldinu eða föðurvaldinu og hefði lítið breyst. Væri bara hefð. Ég fíla ekki hefðir ef hefðirnar eru ekki byggðar á góðum og traustum grunni. EF ég á að virða hefð þá verður hún að vera skiljanleg og nýtileg. Þessi kenninafnahefð finnst mér ekki undir þeim formerkjum.

Svo að ég ákvað ég myndi skíra barnið eftir báðum foreldrum þegar/ef ég myndi eignast það. Síðan liðu nokkur ár. Þá kynntist ég Ester og þegar ég sagði henni frá þessu þá fussaði hún svolítið og benti mér jafnframt á að ég gæti nú auðveldlega breytt nafninu mínu ef mig langaði. Eftir nokkra íhugun þá sá ég að þetta var rétt hjá henni. EF ég ætlaði að láta barn mitt brjóta einhverjar hefðir þá þyrfti ég að sýna fordæmi.

Ég talaði við foreldra mína og sagði þeim frá þessu og fékk samþykki þeirra á þessu. Í gær (eftir um hálft ár frá því að ég tók ákvörðun) þá fór ég í Hagstofuna og lét þetta verða að veruleika.

Hvort að þetta breytir einhverju, það skiptir svo sem ekki máli, en Nú get ég horft sáttari við sjálfan mig í speglinum.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli