07 september, 2008

Starcraft Lan

Í gamla daga þá hittumst við félagarnir heima hjá einhverjum og tengdum saman tölvum. Vorum með snúru og rowdera og allir voru að updeita leikinn og drævera í tölvunum. 

Það var alltaf hellings vesen að koma þessu saman. Oftast þýddi þetta að ef við ætluðum að spila einhvern leik og ætluðum að nota til þess alla helgina (laugardag og sunnudag) þá þýddi það að tölvurnar voru byrjaðar að tala við hvor aðra um klukkan níu á laugardagskvöldi. Ef við byrjuðum snemma þ.e.a.s. 

Í dag þá erum við ekki að vesenast með þetta, þetta þýddi auðvitað flutningar með tölvurnar og skjái. Í dag erum við bara á netinu eða förum á Ground zero.

En í kvöld þá ætluðum við Óli að taka smá Starcraft. En þá hófst vesenið. Ég þurfti að finna leikinn. Ég þurfti síðan að installa honum á mac tölvuna mína, til þess þurfti eitthvað lítið installation forrit sem fékkst bara á einhverri heimasíðu. Síðan kom í ljós að ég þurfti að dóvngreida dræverana mína vegna þess að leikurinn er orðinn svo gamall að nýjustu tölvurnar styðja einfaldlega hann ekki. Þegar það var búið þá þurfti að patcha leikinn og það tók hellings tíma vegna þess að netið hrundi í miðjum klíðum og ég þurfti að byrja aftur. 

Síðan var allt þetta komið og það var rokið í leikinn.... þá fékk ég villumeldingu um að Blizzard var ekki sáttur við þessa útgáfu og bað mig vinsamlegast um að byrja upp á nýtt.

Þá gafst ég upp á þessu veseni og ákvað bara að fara sofa eða horfa smá á imbann. Upplifði aftur þessa Lan-tilfinningu gömlu daganna.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli