06 september, 2008

Amy Winehouse

Fyrir nokkru þá heyrði ég lag í tölvunni hjá R-inu og lagði við hlustir. Fannst þetta skemmtilegt lag og spurði hann hver væri að syngja. Fannst þetta vera svona blús/djass söngkona, sá fyrir mér feita afríska/ameríska konu (blökkukonu) vera að kyrja. 

R-ið svaraði "Amy Winehouse". Huh? Dópistinn sem er alltaf verið að tala um í blöðunum? Þessa konu sem annar hver pistill er um hve hún er forfallinn dópisti og er bara að fara deyja bráðum? Já svo var víst. Ég spáði lengi í þessu. Tónlistarmaður sem ég vissi meira um hvernig lífstíl hún lifði heldur en tónlistina hennar. 

Síðan þegar ég var staddur í USA þá keypti ég mér diskinn hennar og sé ekki eftir því. R&B hefur aldrei verið minn tebolli og hún er víst sögð vera svoleiðis söngkona (svo segir Itunes mér). En þetta fíla ég. Af hverju? Það er röddin hennar sem heillar mig. Alveg eins og röddinn hans Louis Armstrong heillar mig. Það er eitthvað við þessar raddir sem lætur mig frá gæsahúð. 

Það finnst mér kúl.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli