16 september, 2008

Lærdómur

Strax eftir vinnu þá rauk ég til borg óttans og hitti þar nokkra MPM nemendur. Við vorum að fara yfir hópverkefnið okkar, stefnumótun fyrir jeppaklúbb. Þvílíkt veður en komst klakklaust á áfangastað. Þar ræddum við í smá stund um verkefnið og settum niður hvað hver og einn átti að gera. Ég er með stöðumatið á mínum snærum. Á að skrifa niður hvernig staðan er hjá klúbbnum og hvort hann geti náð þessum markmiðum sem við erum búinir að setja honum.

Ekki beint skemmtilegasta efnið en maður er hluti af hóp og gerir það sem það er krafist af manni. Það er engin freelóder enn í félagsskapnum. Allir virðast þokkalega meðvitaðir um verkefnið og eru að vinna að heillindum.

Jæja áfram gakk.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli