27 apríl, 2004

B.a Verkefni

Já ég ætla aðeins að skrifa um það. Reyna að setja ýmsa hluti í samhengi og rýna aðeins í framtíðina.

Ég er búin að vera síðustu tvö árin að gera B.a verkefnið. Er eiginlega búin með skólann en á ritgerðina eftir. Það hefur verið þrýst á mig frá mörgum áttum að klára þetta "Það er svo hættulegt að eiga þetta eftir" "þú verður að klára þetta" "Þú ert bara kærulaus slugsi" ofl. Ég hef stundum tekið svona setninga nærri mér en oftast hefur þetta farið ofan garðs og neðan.

Ég veit að ég mun klára þessa ritgerð. Í mínum huga hefur það aldrei verið spurning. Spurning um að fá "andann" og nennuna.

Þegar ég var í skólanum þá langaði mig að gera ritgerð um kynfræðslu, var með helling af hugmyndum varðandi hana og langaði að koma því niður á blað.
Þegar ég "kláraði" skólann og hætti að mæta í tíma. Var eitthvað voða þungur síðustu önnina og gerði EKKERT í ritgerðinni. Alls ekkert. Held að ég hafi ekki einu sinni reynt að finna upp einhverja hugmynd.
En síðan kom góður félagi minn með þá hugmynd að gera ritgerð saman og við fórum eitthvað að vinna í henni. Við spjölluðum saman af og til um hana. Lásum einhverjar greinar og skrifuðum eitthvað niður. Gerð var áætlun ofl. En ekkert gerðist. Ég hafði ekkert frumkvæði og hann lítinn tíma. Þannig að við fórum í sitthvora áttina.

Ég var búin að lofa sjálfum mér að ég myndi klára þessa ritgerð í vor en það er nokkuð augljóst að við þetta loforð verður ekki staðið. Þannig að eitthvað verð ég að gera.

Ég fékk í hendurnar um daginn verkefni og hugsanlegan styrk við gerð þessa verkefnis. Það væri ekki of erfitt og jafnvel væri það skemmtilegt. Það kitlar mig soldið þetta verkefni.

Er að spá að fara aftur í skólann næsta haust til þess að hvetja sjálfan mig í að klára þetta.

Hugsa að það væri góð hugmynd.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli