26 apríl, 2004

Fréttir

Ein nokkuð skemmtileg frétt um áhugamálið mitt.

Annars var ég að spila á föstudag og laugardag. Haukur og félagar káluðu um 65 Orogs og 35 gnollum í miklu blóðbaði á föstudaginn. Björguðu þrælum og fundu mikilvægt sendibréf.
Á laugardag prófaði ég Exalted og fannst það bara nokkuð gott, þótt að karakterinn var soldið gallaður.

Fór á sunnudaginn á Grease í Borgarleikhúsinu. Lokasýning. Það má kannski bæta því við að þetta var annað skiptið sem ég fór á þessa leiksýningu. Fór með henni Hafdísi og skemmti mér jafnvel og hún. Sátum á fremsta bekk og fengum þetta beint í æð. Var rosalegur kraftur í leikhópnum og sungu fantavel. Á köflum var Hafdísin byrjuð að dansa og syngja með og fékk líka athygli frá Birgittu sjálfri sem vinkaði henni í endanum á leikritinu.

Var hörkugaman. Núna er bara spurning um að finna annað leikrit handa hinni frænkunni.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli