Helgin
Um helgina gerði ég eftirfarandi
*Fór á Dawn of the dead. Frábær ræma. Þú verður að sjá hana ef þú hefur gaman að Zombie myndum (28 days later). Mátt ekki heldur fara út þó að stafirnir séu byrjaðir. Verður að horfa alveg til enda!
*Fór í Styrkingarjóga. Líkaminn hefur ekki titrað eins mikið við áreynslu á ævinni.
*Var í L-12 búðinni, kom 18.000 kall inn. Hef á tilfinningunni að salan fari minnkandi. Þarf að athuga....
*Spilaði Catan af miklum móð. Vorum 7 sem spiluðum og tókum samtals 4 leiki. Ég vann tvo... en það er víst ekki nóg að skora á æfingum :(
*lappaði heima frá mér í Europay í góða veðrinu. Verslaði mér mat, klósettpappír (R-ið.. hann er mýkri en sá síðasti), álpappír o.fl.
*Var síðan kvöldið að undirbúa Roleplay, fór í líka í bað.
*Á mánudags morgun fór ég og sótti sendingu nokkura spila sem ég hafði keypt af Ebay. Lenti auðvitað í tollinum og reyndi að ljúga að honum. Það gekk illa og kom í hausinn á mér. Ég hef samt ekkert samviskubit út af lyginni, ætti ég að hafa hana?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli