30 apríl, 2004

Hann leit upp og sá líkamann falla niður. Var eins og í bíómynd. Hann snerist hægt og rólega í loftinu og þetta virtist gerast ótrúlega hægt. Hann fraus, gat ekki slitið augun frá sýninni. Hann virtist vera lifandi og baðaði vöngunum út en öskraði ekki. Heyrðist ekkert hljóð frá honum. Áhorfandinn sýndist sjá hræðslusvip mannsins en taldi sjálfan sig seinna meir að hann hefði ekki verið hræddur. Hefði tekið á móti dauðanum án hræðslu.

það tók slökkviliðsmennina þrjá tíma að þrífa gangstéttina.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli