Tómarúm
hún hvarf
Vonin hvarf
ljósið baðaði
mig í
gullnum litum
hitaði mig
ljósið nærði mig
og gaf mér kraft
himnarnir voru
í fangi mínu
englar sungu
og glöddust með
Vonin var mín
mín, já mín.
en síðan kláraðist
bókin
já maður má reyna! Er það ekki? Já ég las alveg frábæran bókaflokk um daginn. Ein af þeim bestu fantasíu sögum sem ég hef lesið. Ég lifði mig inní söguna og spændi þessar 900 bls upp á innan við viku. En þegar bækurnar voru búnar þá myndaðist tómarúm.
Fannst ég ekki geta tekið upp einhverja bók og byrjað að lesa. Vissi að alveg sama hvað ég tæki upp þá yrði það ekkert miðað við þessa sögu.
Er að spá í að taka upp einhverja ævisögu til þess að fara í einhverja aðra átt.
Lesa kannski Jóhönnu af Örk eða Lenín um páskana. Já ég held að það yrði þjóðráð.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli