21 apríl, 2006

Ástæður fyrir rafrausi

Ástæður


Ég hef stundum verið spurður að því hvers vegna ég skrifa svona "opinbert" rafraus. Í mínu rafrausi tala ég stundum um hluti sem ber sjaldan eða aldrei upp á góma í venjulegum samræðum. Tala um hægðir, hor og eyrnamerg.

Ég hef örugglega nefnt þessar ástæður nokkrum sinnum áður en það er alltaf gaman að endurtaka sig, en með auka upplýsingum.

Einu sinni (já þessum ástæða fylgir saga) þá var ég að vinna í leikskólanum og fékk blóðnasir. Alveg rosa blóðnasir.. það blæddi gríðarlega mikið og var ekkert lát á... ég fór auðvitað inná baðherbergi og reyndi að nota aðferðirnar sem ég þekkti til að stöðva þessa blæðingu. Ekkert gekk. Snýtipappír eftir snýtipappír varð blóðfylltur og var hent í klósettið. Eftir svona 20 mín þá tók ég eftir því að það var búið að minnka blóðstreymið og ég sá að það var einhver slím húð í nefinu. Þreifaði á henni og þetta var einhver stóð blóðkökkur í nefinu. Ég hugsaði "heilinn er að leka út" og byrjaði að panika.. vissi ekkert hvað ég átti að gera.. var inní klósettinu og byrjaði að kvíða. Eftir smá tíma.. blóðið ennþá að leka og heilin var byrjaður að smokra sér áfram..

Þá kíkti ég fram og stökk á aðstoðarleikskólastjórann (sem var svona "hjúkka" staðarins). Spurði hana hvað þetta væri.. hún horfði og sagði að þetta væri blóðlifur. Væri algengt og gerðist þegar voru miklar blóðnasir og þá storknaði blóðið og safnaðist í kekki. Hún sagði mér að snýta þessu út. Sem ég og gerði. Blóðnasirnar hættu og ég gat gengið út með höfuðið hátt.

Þessi dæmisaga segir mér að með upplýsingum, með því að tala við fólk um þetta þá reddast málið.

Þess vegna langar mig oft að spyrja fólk "hvernig eru hægðirnar hjá þér" "bíddu, ertu með kvef? Hvernig er horið? Slímugt? Þurrt? Mest á morgnanna?" "Færðu mikinn eyrnamerg? Hve mikinn?"

En ef ég myndi spyrja fólk þá mundu örugglega margir stama og vilja ekkert svara. En ég spái oft í þessu, hvort að ástandið hjá mér sé eðlilegt, hvort að það sé hægt að laga þetta o.s.frv. En ég get ekki spurt. Svo að ég skrifa um það hér.. þá opna ég líka umræðuna. Hef átt í ófáum samræðum um eyrnamerg eftir að ég skrifaði þá pistla. Komst að því að einn vinur minn fer reglulega til læknis til að láta skola út. Annar notar eitthvað efni til að hreinsa, annar þarf ekkert að spá í þetta og svo framvegis.

Með betri upplýsingum þá fræðist ég meira um sjálfan mig. Þess vegna skrifa ég pistla um ýmis málefni sem eru ekki oft til umræðu. En það eru ýmis mál sem ég vil forvitnast um en myndi ekki detta í hug að skrifa hér. Tilfinningar eru til dæmis eitt af þeim. Það er of persónulegt.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli