Að spila
Í gær hringdi Gissur í mig og spurði hvort að ég vildi koma og spila. Spila hlutverkaspil (roleplay). Ég hef ekki gert það síðan í enda janúar. Er búin að spila hlutverkaspil síðan ég var ellefu ára (17 ár). Meiri hlutann af ævi minni hef ég verið að spila þetta.
Ég hef rætt um það að þetta er minn veruleikaflótti. Og ef einhver mundi taka saman tíman sem ég hef eytt í að spila/hugsa/pæla um hlutverkaspil.. þá yrði sú tala örugglega allt of há.
En allt í einu þá hef ég enga þörf fyrir að spila. Enga þörf fyrir að fara í einhvern annan heim. Alls enga þörf...
Ég hef útskýrt það þannig að núna var of mikill raunveruleiki til að geta flúið hann.
En á morgun ætla ég að kíkja á spilerí. Taka við hlutverki "el Heffe", bandarískum svertingja um fertugt sem er ennþá í huganum í eiturlyfjastríðunum. Reyna að sjá hvort að ég fá einhverja gleði að skjóta eiturlyfjabaróna og aðra drullusokka.
Er efins...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli