18 apríl, 2006

fréttir og ester

Fréttir


Eins og fólk kannski tekur eftir þá hef ég ekki verið að skrifa mikið á rafrausið mitt. Hluti af ástæðunni er faðir minn og spítalavist hans en það er ekki öll sagan.

Mitt líf hefur tekið gríðarlegum stakkaskiptum síðan í Janúar. Ný vinna, ný framtíðarplön, fluttur aftur til gamla settsins og síðan tókst mér að næla mér í stelpu.

Hallur segir að ég sé yfirlýsingaglaður svo að ég ætla sleppa þeim öllum.. bara segja að ég er mjög sáttur og ég vona innilega að þetta muni endast.

En annars hefur lífið gengið sinn vanagang. Spila minna roleplay en er búin að spila frekar mikið af borðspilum. Hef horft talsvert á imbann og farið nokkrum sinnum í bíó. Lesið nokkrar bækur, við að þvo þvott talsvert (þar sem ég er bara með tvennt af næstum öllu, buxum, skyrtum, bolum). Farið nokkrum sinnum austur í sumarbústaðinn.

Á sunnudaginn næsta mun ég ferðast til Prag. Aðallega er ég að fara vegna þess að stúlkan (kærastan) er að koma í heimsókn til mín en síðan er ég líka að fara til að sækja mín 30 kíló af drasli sem ég skildi eftir.

En já.. er að spá að skrifa á næstunni um: Rakstur á líkamshárum karlmanna (þ.e.a.s mínum hárum), áframhald á eyrnamergsmálinu (sem er að taka nýjar "áhugaverðar" áttir), og eflaust fleira.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli