Ég grét í gær
Ég brotnaði saman í gær og grét. Þetta byrjaði með tárum og fór svo í hefðbundin ekka, með fáránlegum hljóðum og miklu hori. Stóð yfir í svona 20 mínútur.
Ég var ekki að gráta vegna depurð eða söknuð. Eða af því að ég er þunglyndur.
Ég grét vegna bókarinnar sem ég var að lesa.
Ótrúlegt að byrja að lesa eitthvað sem maður veit að muni enda illa og maður mun líða illa eftir á. En ég grét yfir síðustu 30-40 blaðsíðunum. Gat ekki hætt að lesa og var með ekka á meðan. Held að það hafi verið gott að losa mig við þessar tilfinningar.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli