09 maí, 2005

Eineltið

Dagar víns og rósa

Þegar ég uppgötvaði það almennilega hvað hafði gert í grunnskólanum þá varð ég reiður. Maður áttar sig ekkert á því hvað er að gerast. Maður heldur að engin bjóði manni í partíið vegna þess að maður er svo leiðinlegur og ljótur, maður heldur að maður sé laminn vegna þess að maður eigi það skilið, þessi uppnefni eru nú bara eðlileg vegna þess að ég sjálfur er nörd.

Síðan verður manni einhvern vegin það ljóst að þetta á ekkert að vera svona. Maður verður reiður og byrjar að hata fólkið sem sagði ljóta hluti við mann, lamdi mann og útskúfaði mig. Þessi reiði kraumar undir og brýst út á skrýtnum stöðum.

En síðan kennir tíminn manni margt og maður uppgötvar að sumt af þessu fólk leið nú frekar illa. Alltaf minnistætt þegar ég hitti Gunnar Karl (aðal níðingurinn) niðrí bæ eitt kvöld og hann var frekar illa farin eftir eiturlyfjaneyslu. Maður gat ekki verið reiður út í hann. Gat eiginlega bara vorkennt honum.

Síðan fer maður í háskólann og les ýmsa kenningar og fræði um einelti (bullying) og les rannsóknir sem segja að gerendur geta verið hverjir sem er. En þolendur hafa ýmislegt sameiginlegt. Aðallega lága sjálfsmynd og þeir svara ekki fyrir sig. Var maður svoleiðis? Já það er alveg öruggt. Fyrst var maður bara feimin og skrýtin, síðan þegar leið á þá var maður komin í svo mikla skel að þótt að fólk reyndi að hafa samskipti þá gaf maður ekkert á móti.

Síðan uppgötvar maður að reiðin er farin. Smá eftirsjá stendur eftir og heilmikil reynsla. Reynsla sem maður mundi vilja sleppa við stundum.. en reynsla samt sem áður. Betri maður.. neibb... reynslunni ríkari.. jafn mikið og næsti maður..

Hluti af mér..

Engin ummæli:

Skrifa ummæli