Miklar breytingar
Sumarið þar sem ég varð 17 ára þá ákvað ég að breytinga var þörf á mínu lífi. Eftir það sumar fór ég að kíkja á böll og reyndi að fara á djammið með félögunum mínum. Ég safnaði síðu hári og keypti mér leðurjakka. Fór til útlanda í fyrsta skiptið.
Rembaðist eins og rjúpa við staur. Gekk í leiklistarfélagið, fór að versla mér mín eigin föt. Reyndi að finna mér minn eigin stíl. Síðan ári seinna þá var ég komin með myndarlegt hár. Tókst að næla mér í kvenmann og fór stuttu eftir það að drekka. Fór að skrifa ljóð í stórum stíl. Reyndi að vera glaður, faðmaði fólk og fór að gefa af mér. Fór að finna til mikillar depurðar.. eða réttara væri sagt að ég var að uppgötva að ég væri dapur og vildi gera eitthvað í því. Talaði um sjálfsmorð og hugsað mikið um það.
Breytingin var mikil (að ég held). En auðvitað jafnaði maður sig. Ég og stelpan hættum saman. Gekk til sálfræðings (3 tíma) sem sagði að ég væri "meiri bjáninn". Fór að líta betur í kringum mig, hélt áfram í leiklist, hárið síkkaði, drakk hóflega og hvatti fólk eins og Bibba til að drekka. Reyndi auðvitað ekkert við stelpur heldur horfði á þær í fjarlægð og varð oft ástfanginn. Síðan þegar ég uppgötvaði að ég væri að fara útskrifast úr skólanum þá hætti ég og fór að vinna. Fékk mér vinnu í leikskóla. Vildi breyta til, vinna með fólki. Komst að ýmsu í sambandi við sjálfan mig.
O.s.frv.
Ég er ekki að segja að ég hafi breytt sjálfum mér heldur að ég tók þennan unglingaþroskann seint. Fann mig seinna en búist var við.
En núna var komin tími á aðra breytingu. Ég er búin að hugsa um þetta í langan tíma og hef minnst á það oftar en einu sinni. En það er mjög erfitt að breyta svona hlutum. Sérstaklega þar sem þetta var stór hluti af þessari 17 ára breytingu. Ég er búin að vera með sítt hár síðan þá. Þetta var hækjan mín. Stór hluti af breyttri sjálfsmynd. En núna.. er það farið... komin breyttur Sivar á svæðið.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli