þessi póstur mun fjalla um misnotkun, nauðganir og annað þvílíkt.
Hafið þið fylgst með fréttum síðastliðna daga? Nú ef svo er þá hljótið þið að hafa tekið eftir þessum málum. Fyrst var það að maður var dæmdur í 15 (hmm) mánaða fangelsi fyrir að misnota 3 stelpur, en hann þarf 12 af þessum 15 eru skilorðsbundnir. Síðan var sjúkraflutningamaður dæmdur í 9 mánaða fangelsi fyrir að kynferðislega áreitni sem hann gerði á sjúkling sem var í sjúkrabíl sem hann var að vinna í. Og þriðja málið var þegar einstaklingur var dæmdur í 6 mánað fangelsi fyrir að hafa átt samræði við 12 ára stúlku.
Fyrst ætla ég að hrópa HÚRRA, HÚRRA, HÚRRA! Þrjú mál sem eru öll um kynferðisleg mál og kallarnir voru dæmdir sekir! Það gerist sjaldan get ég sagt ykkur. MJÖG sjaldan. En í þetta skiptið voru þeir allir dæmdir sekir! Húrra, Húrra, Húrra!!!!
Berum þessi 3 mál saman. Eitt fjallar um kynferðislega misnotkun á börnum þar sem hin dæmdi var með kynferðislega athafnir gagnvart hálfsystri, stelpu sem var 5 ára og svo átta ára stelpu. Þessar athafnir voru aðalega á þann hátt að hann þuklaði þær og síðan hafði hann einu sinni samfarir við eina stúlkuna. Hann var 15-18 ára þegar þetta gerðist. Sjúkraflutningamaðurinn sleikti brjóst konunnar og þuklaði á henni kynfærinn. Hún var með meðvitund en leit út fyrir að vera meðvitundarlaus. Það fundust Dna sýni á brjóstum konunnar. Þriðja málið var að maðurinn sem var 20 ára hitti stelpuna í gegnum Irkið og hitti síðan stúlkuna og hafði við hana samfarir tvisvar. hann var ákærður fyrir nauðgun en var sýknaður af henni. Hann sagði að hann hélt að hún væri 17 ára.
Það eina sem ég sé að þessu er það að aðillinn sem gerði mest fær minnsta dóminn. En það er sagt að ástæðan fyrir því að hann fái svo vægan dóm er vegna þess að hann var ungur þegar hann gerði þetta.
Þegar ég byrjaði á þessum pósti ætlaði ég að skrifa reiðipóst um fáranleika dómskerfisins sem dæmir minnstu refsingu fyrir hræðilegasta glæpin... en nú... ég er ekki viss... skrifa meira seinna... þegar ég er búin að hugsa....
Engin ummæli:
Skrifa ummæli