29 nóvember, 2002

Micheal Connely

Kannist þið við hann? Þetta er rithöfundur sem skrifaði söguna "Blood Work". Hafið þið séð bíómynda? Akkúrat, Clint Eastwood og spiff. Ég hef nú ekki ennþá séð myndina en bókin var bara nokkuð góð. Eftir að ég las hana þá keypti ég mér 2 aðrar bækur eftir hann "Angels Flight" og "a Darkness more then Night". Ég byrjaði á fyrrnefndu bókinni á mánudaginn og kláraði hana á aðfaranótt miðvikudags. Byrjaði svo á síðarnefnu bókinn á miðvikudaginn og kláraði hana á aðfaranótt fimmtudag. Þær gripu mig heljargreipum.

Micheal Connely er einn af þessum "page turner" rithöfundum, býr til bækur sem maður getur helst ekki látið frá sér. Maður verður bara að lesa þær. Blood Work var mjög spennandi en samt grunaði mig allan tíman hver lausnin var, afhverju morðingin var að myrða, samt gat ég ekki látið hana frá mér.

Þessar 3 sögur fjalla allar um löggur. Þessar löggur eru vel reyndar, um fertugt og hafa séð margt. Rithöfundurinn er stundum ekkert að skafa að því í lýsingum sínum hve ógeðslegt starf lögreglumanna getur orðið. Bækurnar byggjast rosalega mikið á lögreglu aðgerðum. Í bókunum er lýst þegar sögurpersónurnar tala við vitni að glæpum, farið yfir krufningaskýrslur, viðtal við fingrafarasérfræðinga o.s.frv. Þegar maður kíkir á heimasíðuna hans þá sér maður að hann er velreyndur í lögreglustörfum, var blaðamaður sem sérfhæfði sig í glæpum. Þannig að ég býst við því að hann hafi lesið ófáar lögregluskýrslur.

Ég mæli með bókunum hans, þær eru spennandi, með lifandi persónum og það er oft skemmtileg flétta í þeim. En ég verð að játa að ég var soldið pirraður þegar ég kláraði "Angels Flight" mér fannst hvernig rithöfundurinn leysti máli vera klént og ekki í anda bókarinnar. Síðan var hún með þennan bandaríska stíl að drepa vonda kallin í endan. En "A darkness more then night" hefur alls ekki þessa galla. Mæli með þeim hiklaust! Þið getið fengið þær lánaðar hjá mér.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli