Þessi póstur er framhald síðan í gær
Verstu glæpir sem einstaklingur getur framið er morð að yfirlögðu ráði. Að útrýma einhverjum, taka annars manns líf og þurka það út. Það hefur mér alltaf fundist versti glæpur sem er hægt að fremja. Afhverju? Nú vegna þess að ef við gefum okkur það að þegar við deyjum þá ekkert annað líf til. Að þegar við deyjum þá erum við bara ormafæða. Engin sál, engin guð osfrv. Bara þetta líf sem við sjáum hérna. það þýðir að þetta er okkar eina tækifæri, þetta líf. Þegar við erum horfin, þá erum við bara horfin. Að enda líf einhvers annars væri þá versta sem hægt væri að gera. Hann ætti ekkert annað tækifæri til þess að lifa.
Jú ég hef heyrt öll rökin. "lífð getur verið helvíti" " sumt líf er bara ekki þess virði að lifa því" osfvr. En málið er það að þeir einstaklingar sem eru lifandi hafa tækifæri til þess að skapa sér líf sem er þess virði að lifa. Ég býst að flestir hafi heyrt setninguna "það sem drepur þig gerir þig aðeins sterkari" og oft hef ég verið sammála henni. Vegna þess að öll áföll sem drepur okkur ekki gefa okkur tækifæri á því að sigrast á þeim.
þess vegna er ég líka algerlega á móti dauðarefsingum. Í stað þess að fara rífa mig um þær ætla ég bara að benda á orð fannars þann 03 nóvember síðastliðin.
En stundum efast ég. Stundum held ég að menn sem eru búnir að fremja misnoktun á barni hafa fyrnt þeim titli sem við öll höfum "manneskjur". Þessir menn eru ekki lengur manneskjur. Stundum segi ég að þeir séu skepnur sem ætti að fara með bak við skúr og lóga (tek mér það bessaleyfir að vitna í Urk). Að menn sem neyða, tæla, plata, börn til þess að hafa kynferðislegar athafnir eru bara réttdræpir, viðbjóðslegir og ef það væri dauðarefsing þá ætti hún ekkert að vera mannúðleg vegna þess að þeir eru ekki lengur menn. það ætti að pynta þá til dauða, flá þá lifandi, kviksetja þá osfv. það vaknar stundum í mér reiði og mér finnst hún vera réttmæt, að ef ég mundi gera eitthvað við svona skepnur þá væri það bara RÉTTLÆTI og ekkert annað, að heimurinn væri betri og fallegri ef þessar skepnur mundu ekki lengur vera á með vor. Síðan þegar ég les um að einstaklingar segja að barnið hafi tælt sig (þegar það er 5 ára), að hann hafi ekki vitað aldurinn á stúlkuni þegar hann reið henni í bílnum sínum (og stelpan var 12 ára), að einstaklingurinn hafi sloppið vegna þessa að orð 3 manneskja væri ekki nóg til þess að sakfella einstaklingin.... stundum þegar ég les þetta þá langar mig að öskra, öskra þangað til að lungum mín springa, öskra á þann heim sem lætur þetta viðgangast, á það fólk sem horfir framhjá þessu, á einstaklinga sem gera þetta, á guð sem gerir slíkt.
Stundum langar mig til þess.
Munið "it is always the quiet ones"
Engin ummæli:
Skrifa ummæli