20 nóvember, 2002

Jæja

Loksins er hann komin aftur! Já... ég ákvað að byrja að skrifa aftur!

Ég ætla að byrja að röfla um BNA! Nú því að það hefur verið svo mikið í fjölmiðlunum upp á síðkastið að mig langar að tala um hana! Ég verð að játa það að þegar ég fór til Chicago um daginn þá fékk ég smá menningarsjokk! Já mér fannst bandaríkjamenn ekki eins heimskir eins og þeir virðast alltaf vera. Usss... ekki segja neinum. En síðan þegar ég kom heim og er búin að melta þessa menningu þeirra í smá stund þá varð ég ennþá staðfastur í trúnni minni að BNAsé sprottin af hinum ILLA! Já að Satan á hlutdeild í BNA! Mitt impression af bandaríkjamönnum er sú að þeir eru einstaklingshyggjumenn og vilja frelsi handa sjálfum sér.

En það er allt eins í BNA! Allt eins... það er allt í verslunarkeðjum hjá þeim og þeir sem þekkja markaðinn, framboð og eftirspurn og allt það kjaftæði, vita það að keðjumyndun mun aukast á næstu árum.... vegna hagræðingar. Maður sparar pening með því að hafa hlutina stærri. Og það þýðir ódýrari vörur og þjónusta. Sem gerir það að verkun að fólk mun í auknum mæli kaupa af verslunarkeðjun og borða hjá matsölukeðjun!

Sem gerir það að verkun að allir virðast ganga í sömu fötunum og borða sama matinn. Og maturinn mun bragðast alltaf eins. þeir eru að þurka út mismuninn á öllu. Mat, fötum, bíómyndum, bílum, húsum osfrv. Þeir eru kommunistar! Og allt er þetta gert í nafni freslis!

Ég vona að ég muni upplifa hrun Bandaríkjana!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli