02 desember, 2002

Áfengi!

Já ég fékk mér að drekka á laugardaginn. Skemmti mér konunglega, fór í partí, dansaði til klukkan 6. Drakk um kippu af bjór og fékk sopa af slóvenskum landa (í refsiskyni fyrir að klúðra drykkjuleik). En ég hætti að drekka um 1 leytið og dansaði eins og villtur væri. Fékk mér að borða og alles. En samt!

Samt varð ég þunnur. Ég meira að segja svitnaði og svitnaði. Þetta var ferlegt. Og þega maður lendir í þessu þá veltir maður fyrir sér... afhverju? Afhverju er ég að drekka? Afhverju drekkur fólk almennt? Ég er byrjaður að vera alltaf veikur daginn eftir að ég hef drukkið. Verð hrykalega þunnur. Er það þess virði? Er þess virði að drekka?

Þegar ég var yngri (ætlaði að segja ungur... en þar sem ég er ennþá ungur....) þá hafði ég þá skoðun á áfengi að fólk drykki vegna þess að það er feimið. Og þegar maður drekkur þá dettur ýmsar hömlur í burtu og maður getur hegðað sér á óheflaðan máta. Gat talað við stelpur o.s.frv. Í dag veit ég að áfengi hefur áhrif á líkamann þannig að maður verður með minni hömlur á hegðun. En núna er ég fullorðin maður og ég get alvega talað við kvennmenn án þess að roðna og þótt að ég sé illa drukkin þá er ég ekkert að reyna mikið við kvennmenn. Þannig að afhverju?

Damned if I know... En ég ætla samt að reyna að komast að því... á morgun.... þar sem ég er ennþá hálfþunnur núna!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli